Skip to main content
Mánaðarlega Skjalasafn

október 2020

Batamessa nóvember mánaðar fellur niður

Með Fréttir

Vegna samkomubanns fellur niður batamessa nóvembermánaðar sem vera átti í Grensáskirkju 1. nóvember n.k.

Við vitum ekki ennþá hvenær við getum boðið ykkur næst til batamessu, en munum tilkynna það um leið og færi gefst. Bendum á að margar kirkjur eru að streyma stuttum helgistundum á facebook eða í gegnum heimasíður sínar.

Margar þeirra eru yndislegar og virkilega gefandi – hvetjum ykkur til að nýta ykkur þennan kost.

Röskun á starfinu

Með Fréttir

Ljóst er að röskun verður á starfinu hjá Vinum í bata alla vegana næstu 2 vikurnar útaf Covid-19. Misjafnar aðstæður eru á þeim stöðum sem halda úti starfinu og biðlum við til ykkar að kynna ykkur vel hvað á við á þeim sem þið sækið.

Farið varlega og reynum að leggjast á eitt með að hjálpast að við að koma böndum á ástandið.

Kærleikskveðjur

Starfshópurinnn

 

Batamessa október mánaðar verður í Vídalínskirkju

Með Fréttir, Viðburðir

Fyrsta batamessa haustsins 2020 fer fram í Vídalínskirkju í Garðabæ sunnudaginn 4. október, kl. 17.

Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir þjónar fyrir altari.
Vinur í bata flytur vitnisburð um reynslu sína af 12 sporunum.
Jóhann Baldvinsson organisti leiðir almennan safnaðarsöng.
KK flytur einsöng

Strax að lokinni messu er boðið upp á hressingu í safnaðarheimilinu. Sóttvarna verður gætt og við höldum góðri fjarlægð.

Allir sem hafa áhuga á að kynna sér 12 sporin ættu að koma til þessarar messu en það eru ALLIR velkomnir!