Pˇstlisti
Skrß­u netfangi­ ■itt og fß­u tilkynningar sendar Ý t÷lvupˇsti
Nafn
Afskrß

Þegar ég vakna
     
Guð, viltu stýra hugsun minni, sérstaklega að beina henni frá sjálfsvorkunn, óheiðarleika og eigingirni. 

Þegar hik kemur á mig í erli dagsins, viltu þá gefa mér innblástur, frumkvæði í hugsun eða ákvörðun. Hjálpa mér að slaka á og taka því rólega, lát mig ekki þrjóskast við. Hjálpa mér að treysta á innblástur þinn, frumkvæði og ákvarðanir í stað minnar gömlu hugsunar.

Viltu sýna mér—allan daginn—hvaða skref ég á að taka næst og gefa mér nákvæmlega það sem ég þarfnast til að leysa sérhvert vandamál. Guð, ég bið sérstaklega um frelsi frá einþykkni og ég bið ekki um neitt sem er bara fyrir mig. Gef mér heldur þekkingu á vilja þínum fyrir mig og styrk til að breyta samkvæmt því í öllu því sem gerist yfir daginn.

Viltu fá mig til að nema staðar þegar ég finn fyrir spennu eða efa í dag og minna mig á að biðja þig um rétta hugsun eða viðbrögð. Gef að ég sé stöðugt vakandi í þeirri hugsun að það er ekki lengur ég sem stjórna leikritinu með því að ég segi í auðmýkt, mörgum sinnum á dag: „Verði þinn vilji” og hjálpa mér að meina það líka.

Þá verður miklu minni hætta á að ég finni fyrir æsingi, ótta, reiði, áhyggjum, sjálfvorkunn eða taki heimskulegar ákvarðanir. Mér verður meira úr verki. Ég eyði ekki orku í heimskulega hluti eins og þegar ég reyndi að lifa lífinu eftir mínum hentugleikum. Ég ætla að leyfa þér að aga mig á þennan einfalda hátt. Ég ætla að gefa þér allt valdið og alla dýrðina.

Drottinn, á morgnana heyrir þú rödd mína, á morgnana legg ég bæn mína fram fyrir þig, og ég bíð þín.  (Sálm. 5:4)

 

■ri­judagur 13 nˇvember 11 2018
Vi­bur­ir
November - 2018
S M Ů M F F L
28 29 30 31 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 1
<
>
Nřjustu frÚttir
Batamessur veturinn...
Við erum byrjuð að raða batamessunum niður á kirkjurnar eins og...
Biskup vitnar Ý...
Það er skemmtilegt að segja frá því að biskup Íslands,...